Stuðningur við Körfustatt.is

Það útheimtir mikla vinnu að halda úti svona vef. Útlit og forritunarvinna er eitt, en það sem skiptir meira máli er að gögnin séu eins rétt og hægt er.

Ef þú rekur augun í gögn sem eru augljóslega röng máttu gjarnan senda okkur réttar upplýsingar – og þá helst með heimildum, hvort sem það er tengill á upplýsingarnar, skjáskot af vefsíðu, pdf skjal, símamynd af blaðsíðu í gamalli bók, eða hvað það er sem best hentar hverju sinni.

Svo vantar augljóslega myndir af leikmönnum, þjálfurum og dómurum. Ef þú átt myndir sem þú telur að geti nýst, þá er það líka nokkuð sem þú mátt senda okkur.

Allt þetta er hægt að senda inn sem villutilkynningu eða ábendingu. Til að byrja með verður áberandi hnappur efst á síðunni, en vonandi getum við losað okkur við hann fljótlega og þá verður bara tengill neðst á hverri síðu.